Aldís Schram: „Loksins, loksins“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aldís Schram, kennari og leikkona, fagnar því að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Hún segir löngu kominn tími á að vitnisburðir um meint kynferðisbrot hans séu teknir alvarlega og nú loksins færðir upp á ákærustig. 

Sjálf hefur Aldís tvívegis kært föður sinn fyrir kynferðisbrot og lýst því hversu vondan pabba hún hafi átt. Hún hefur lengi haldið því fram að faðir hennar hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna, henni þar á meðal. Jón og Bryndís Schram, eiginkona hans, hafa hins vegar sagt dóttur sína veika á geði og taka þurfi frásögnum hennar með það fyrir augum.

Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Mynd/Facebook

Jón Bald­vin hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot en meint kynferðisbrot á að hafa átt sér stað á heimili ráðherrans fyrrverandi á Spáni. Jón Baldvin segir sakargiftirnir hins vegar vera hreinan uppspuna og lið í herferð gegn sér og Bryndísi Schram konu sinni til að eyðileggja mannorð þeirra.

Um er að ræða atvik sem átti sér stað á Spáni í júní 2018 á heimili Bryndísar og Jóns í Andalúsíu. Að loknum leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu hefur Carmen Jóhannsdóttir fullyrt að Jón Baldvin hafi áreitt sig kynferðislega. Hún kærði Jón í mars í fyrra en hann hefur neitað öllum sakargiftum.

Aldsí vonast nú til þess að saksóknaraembættið taki alvarlega þá fjöldamörgu vitnisburði sem fram hafa komið um meint kynferðisbrot föður hennar. „Loksins, loksins, hefur Jón Baldvin Hannibalsson verið ákærður. Það vona ég að héraðssaksóknari rannsaki og alla hina 42 vitnisburðina sem honum hafa borist um kynferðisbrot Jóns Baldvins,“ segir Aldís.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Linda Pé opnar sig: „Stanslaust snert og klipin í rassinn”

Linda Pétursdóttir ræðir Miss World keppnina og fyrirsætutímabilið við fjölmiðlamanninn Sölva Tryggvason í nýjasta podcasti Sölva. „Ég myndi...