Árni segir fólkið nakið því búið er að rýja það inn að skinni: „Ég þori ekki að hugsa þá hugsun“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Árni Snævarr upplýsingafulltrúi segir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við símafyrirtækið Nova. Hann segir að líklega sé fólkið nakið í þekktri auglýsingu fyrirtækisins því búið sé að rýja það að skinni. Á Facebook segir Árni:

„Margir hafa verið að velta fyrir sér af hverju fólk hleypur um nakið í auglýsingum frá Nova. Ég veit svarið: það er búið að rýja það – rétt eins og mig – inn að skinni. Innan við þriggja vikna netnotkun mín hjá fyrirtækinu kostaði semsagt 76.300 krónur og ég fékk ekki einu sinni kvittun fyrir.“

Hann segist fyrst nú vera að uppgötva þetta. „Málsatvik eru þau að í gær var ég allt í einu kominn yfir á debetkorta-reikningnum mínum. Ég var hálf hissa og í ljós kom að Nova hafði fært 17 sinnum 4495 krónur af reikning mínum. Tvo daga í röð var ég rukkaður fjórum sinnum um þá fjárhæð. Alls kostaði netnotkun mín frá 27.október til 13.nóvember 76,330. En af hverju var ég að fatta þetta fyrst núna? Vegna þess að Nova sendi mér ekki eina einustu kvittun. Ég hefði að sjálfsögðu hætt viðskiptunum þegar í stað ef ég hefði áttað mig á því þvilíkt okur var hér á ferð. En Nova sagðist hvorki hafa haft netfang né síma hjá mér,“ segir Árni.

Hann segir þetta hafa verið dýrt spaug og spyr hvort Nova sé dýrasti skemmtistaður landsins. Þar vísar hann í slagorð félagsins þegar það hóf rekstur. „Að vísu hafði ég fengið á annan tug tölvupósta frá þeim og ekki hægt að hafa samband við þjónustuver öðru vísi en að gefa upp netfang, símanúmer og kennitölu. Ef þið viljið láta rýja ykkur inn að skinninu – nótulaust- þá mæli ég eindregið með skemmistaðnum Nóva.Það er hins vegar dýrt spaug því á ársgrundvelli hefði það kostað mig 1.2 milljónir að vera í viðskiptum við fyrirtækið.  Dýr skemmtun það enda stærsti eða eigum við að segja dýrasti skemmtistaður landsins?  Sennilega eitthvað grín bara. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað það hefði kostað ef ég hefði haft síma hjá fyrirtækinu líka.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira