Bardagakappi barði mann og birti myndbandið – Mjölnir sver af sér Guðlaug

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Maðurinn sem var handtekinn í gær fyrir að hafa gengið í skrokk á öðrum manni og birti myndband af því á Facebook var vonarstjarna í bardagaíþróttinni MMA. Hann heitir Guðlaugur Þór Einarsson og hefur keppt í íþróttinni erlendis. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ef marka má keppnisferil Guðlaugs hefur hann keppt hérlendis og úti í heimi með ágætum árangri. Guðlaugur barðist til að mynda á Cage Warriors 99 bardagakvöldinu í Colchester árið 2018. Guðlaugur þar lagði Ian Garry frá Írlandi hann eftir tæknilegt rothögg.

Guðlaugur var handtekinn síðdegis í gær eða nokkrum klukkustundum eftir að myndbandið var birt á Facebook. Þar er myndbandið enn.

„Hefur ekki æft í Mjölni í mörg ár og tengist því félaginu ekkert.“

Mannlíf náði tali af Haraldi Nelson, framkvæmdastjóra Mjölnis og hann kveðst hafa heyrt af málinu og þykir það sorglegt. „Það gildir almennt um þá sem æfa hjá okkur að þú beitir ekki þeim aðferðum sem þú lærir hjá okkur í slagsmálum.“ Haraldur vildi ekki tjá sig um einstakt málefni eða einstaklinga sem hafa verið hjá félaginu.

„Við höfum fengið til okkar einstaklinga sem hafa byrjað hjá okkur og eru bara í góðum málum en fara svo að sýna af sér reiðivandamál og við látum þá umsvifalaust fara.“ Aðspurður um myndbandið sem árásarmaðurinn birti á Facebook síðu sinni sagði Haraldur málið „mjög sorglegt“. Þetta tengist ekki MMA sportinu „það eru fantar í öllum geirum og íþróttum,“ segir Haraldur.

Ef marka má feril Guðlaugs hófst ferill hans í íþróttinni árið 2017 og hefur keppt hérlendis og úti í heimi með góðum árangri. Samkvæmt heimildum blaðamanns keppti hann sjálfstætt en ekki undir formerkjum Mjölnis eða annars bardagaíþróttafélags.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira