Bergur lögmaður vill í golf: „Ekki endilega í samræmi við stjórnarskrá“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bergur Hauksson lögmaður agnúast út í lokun golfvalla og þá staðreynd að golfarar fái ekki að iðka íþrótt sína útaf Covid-19. Hann veltir upp þeim vangaveltum að takmarkanir sóttvarnarreglna standist mögulega ekki stjórnarskrá landsins.

Þetta segir Bergur í aðsendu bréfi í Morgunblaðinu í dag. Hann skilur ekki hvers vegna iðkendum sé bannað að spila golf þegar lögin leyfa það. „Heilbrigðisráðherra að fengnum tillögum sóttvarnalæknis gaf út reglugerð sem heimilar að spila golf enda sé gætt að fjarlægðarmörkum og öðru sem kemur fram í reglugerðinni. Það er heimil snerting í íþróttum og að allt að 50 manns séu saman í þessum snertifleti. Í golfi koma fjórir saman og snertast ekkert. Golfspil er sem sagt langt frá þeim skilyrðum sem sett eru í reglugerðinni. Samkvæmt lögum/reglugerðinni er þess vegna heimilt að hafa golfvelli opna og spila golf,“ segir Bergur.

„Hvers vegna fer Golfsamband Íslands ekki eftir þeim lögum sem gilda á Íslandi?“

Þrátt fyrir heimild í lögum þá skilur Bergur ekki hvers vegna golfvellir eru lokaðir og þaðan af síður hvers vegna höfuðborgarbúa megi ekki spila golf utan höfuðborgarsvæðisins.  „Einhverjir hafa nefnt að þær takmarkanir sem fram koma í slíkum reglugerðum séu ekki endilega í samræmi við stjórnarskrá, en látum það liggja á milli hluta. Hvers vegna fer Golfsamband Íslands ekki eftir þeim lögum sem gilda á Íslandi?,“ spyr Bergur.

Lögmaðurinn segir að í golfbanninu vísi málsaðilar hver á annan. Hann segir ljóst að stjórnsýslan verði að fara að lögum, annað valdi upplausn og ágreiningi í þjóðfélaginu. „Ef það á að loka golfvöllum þá á það að koma fram í reglugerð, svo einfalt er það. Stjórnsýslunni ber að fara að lögum og henni ber að vísa til þeirra laga sem gilda um tiltekið ástand. Það getur vel verið að stjórnsýslan sé á móti lögunum, en það er annað mál. Enginn ákvað að loka golfvöllunum, samt eru þeir lokaðir,“ segir Bergur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira