Bjarney fékk höfnun: „Auðvitað er þetta glatað“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjarney Bjarnadóttir kennari er ekki par hrifin af svörum tryggingafélagsins Sjóva vegna slyss sem hún nýverið lenti í. Það leið yfir Bjarney þannig að hún skall á baðvaski með þeim afleiðingum að fá áverka á höfuð og brjóta tennur. Tryggingafélagið hefur hafnað greiðslu bóta.

Sjóvá hafnar Bjarney um alla aðstoð í málinu. Mynd / Skjáskot Facebook.

Í svari Sjóva kemur fram að félagið lítur ekki svo á að um slys hafi verið að ræða þegar horft er til skilgreiningar félagsins um slys. Samkvæmt skilgreiningu tryggingafélagsins er slys aðeins þegar einstaklingur verður fyrir meiðslum vegna skyndilegs utanaðkomandi atburðar sem gerist án vilja einstaklingsins. Fyrir vikið byggir höfnun félagsins á bótarétti á þeim rökum að meiðslin hafi orðið til vegna yfirliðsins en ekki vegna höggsins þegar Bjarney skall á vaskinum.

Mynd / Skjáskot Facebook.

Bjarney segist ekkert átta sig á svörum Sjóva. „Ég skil ekki neitt. Þannig að samkvæmt þessu þá gerðist þetta með mínum vilja og tjónið er ekki vegna höggsins þegar ég lendi á vasknum og síðan veggnum. Maður er að borga iðgjöld og hafa allt á hreinu til að dekka það ef eitthvað kemur upp á en svo þegar þetta “eitthvað” kemur upp á þá er maður ekki tryggður fyrir því,“ segir Bjarney í samtali við Mannlíf.

Mynd / Skjáskot Facebook.

Bjarney hefur áhyggjur af því að nú bíði hennar mikill kostnaður hjá tannlækni vegna slyssins. Hún hefði alveg þegið hjálp tryggingafélagsins í þeim efnum. „Ef ég hefði dottið af öðrum orsökum þá hefði ég fengið þetta bætt. Auðvitað er þetta glatað. Það sem bíður mín eftir þetta viljaverk mitt er implant og gerviframtönn og þeir sem hafa gengið í gegnum það vita hvað það þýðir. Hluti af manni hugsar líka að heiðarleiki borgar sig greinilega ekki alltaf. En jæja, allavega gott að vita að iðgjöldin mín koma að góðum notum sem arður hjá einhverjum hluthafanum,“ segir Bjarney. 
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira