Bjarni syrgir föður sinn sem lést í ýtuslysinu: „Ætla að gera hluti sem myndi gera hann stoltan“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bjarni Heiðar Jósefsson, vélamaður og eigandi jarðvinnuverktakafyrirtækis, vonar að tíminn lækni sárin vegna sviplegs fráfalls föður síns, Jósefs G. Kristjánssonar, sem lést í hræðilegu ýtuslysi í síðustu viku. Í slysinu missti hann bæði föður sinn og mjög góðan vin. 

Jósef lést í vinnuslysi í malarnámu í Lambafelli aðfararnótt fimmtudagsins síðastliðinn. Hann var fæddur þann 28. nóvember 1967. Jósef lætur eftir sig níu börn á aldrinum frá 8 ára til 31 árs, barnabörn og forelda búsetta í Skagafirði.

Bjarni Heiðar ætlar að halda áfram að gera föður sinn stoltan af sér.

Bjarni segir það hafa verið hrikalegt högg að fá fréttirnar af andláti föður sín. Aðspurður segir hann það í undirbúningi að hefja söfnun fyrir unnustu og yngstu systkini sín. „Fjölskyldan er í sárum. Við pabbi vorum mjög nánir. Það var kjaftshögg þegar ég frétti af þessu. Það er sama hvað maður gerir, maður getur því miður ekki breytt neinu. Þetta er bara skelfilegur atburður,“ segir Bjarni og bætir við:

„Pabbi var merkilega þver. Hann var vinnusamur og hafði bæði áhuga á og gaman af vinnunni. Hann hafði gaman af öllum tækjum. Pabbi var ofsalega skilningsríkur, það var eiginlega alveg ótrúlegt hvað hann hafði miklar taugar í að kenna manni. Hann var öðlingmaður í alla staði, barngóður mjög og hlýr. Þá var hann ótrúlegur húmoristi, það var stutt i grínið.“

Útlit er fyrir að andlát Jósefs hafi borið að með skelfilegum hætti hann hafi hrapað niður í malarnámu með  jarðýtu sinni. Bjarna var mjög brugðið við fréttirnar. „Þetta var skelfilegt atvik sem var mjög erfitt að fá fregnir af. Því miður er ekkert sem gerist sem breytir þessu, nú skiptir máli að smyrja á sárin og sorgina. Þetta kemur með tímanum. Nú ætla ég að gera hluti sem myndi gera hann stoltan af mér,“ segir Bjarni.

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira