Ekkert Met Gala í ár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna Wintour, ritstjóri og listrænn stjórnandi Condé Nast, tilkynnti í gær að Met Gala-ballinu hefur verið aflýst en ballið er einn stærsti viðburður tískuheimsins og haldið árlega.

Tilkynning þess efnis að ballinu væri aflýst var send út í gær. Met Gala átti að fara fram 4. maí á Metropolitan Museum of Art í New York en öllum viðburðum í safninu til 15. maí, þar sem fleiri en 50 koma saman, hefur verið aflýst vegna útbreiðslu COVID-19. Þessu er greint frá á vef The New York Times.

Wintour er í forsvari fyrir ballið sem er jafnframt góðgerðasöfnun. Það er hún sem sér um allt skipulag og útbýr gestalistann fyrir Met Gala en það þykir mikill heiður að fá boðskort á viðburðinn. Wintour sagði það hafa verið óumflýjanlegt að fresta ballinu í ár.

Í fyrra mættu 550 gestir á Met Gala og upphæð sem nemur um tveimur milljörðum króna safnaðist á ballinu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Litlir fuglar á vappi um safnið

Myndlistarmaðurinn Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann nýta tímann...

Íslendingar á forsíðu ELLE

Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir prýðir forsíðu ELLE í Þýskalandi en Kári Sverrisson ljósmyndari tók myndina.Sigrún Ásta Jörgensen...

„Eins og ég sé að taka þessar tilfinningar og skilja þær eftir á rammanum“

„Þemað er þunglyndi, þetta eru frekar svört verk,“ segir myndlistarmaðurinn Kris Helga um verkin sem hán sýnir á sýningunni Hugarmyrkur sem opnar á laugardaginn...