Eva syrgir Gabríel: „Maður upplifir þetta sem svo mikinn feil“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það hvarflaði aldrei að mér í alvörunni að þetta myndi gerast, maður upplifir þetta sem svo mikinn feil, hvernig feilaru mest sem móðir? Þegar að barnið þitt vill ekki lifa. Ég er að feila því ég get ekki lagað barnið mitt sem er veikt.“

Þetta segir Eva Skarpaas í viðtali við Ísland í dag sem sýnt verður í kvöld. Hún varð fyrir því áfalli að sonur hennar, Gabríel Jaelon Skarpaas Culver, svipti sig lífi einungis 21 ára í fyrra. Hann var meðal annars efnilega fyrirsæta og vinamargur. Hann var hins vegar mjög viðkvæmur og stríddi við þunglyndi.

Þegar DV greindi frá andláti hans í fyrra var vitnað í fjölda minningarorða sem vinir og vandamenn skrifuðu um Gabríel. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, en hann sagði nauðsynlegt að geðhjálp af öllum toga þurfi að vera aðgengilegri og ódýrari. Hann sagði enn fremur:

„Fordómar eru enn til staðar sama hvort fólk trúir því eða ekki. Eins og ég segi, ég veit ekkert hvernig þessum breytingum verður nákvæmlega náð fram eða hvort það gerist yfir höfuð en við eigum ekki að þurfa að horfa upp á fólk byrgja eitthvað inni, fólk á ekki að þurfa að bæla niður tilfinningar eða raunverulegt ástand. Andleg veikindi eru ekki tabú. Það er nauðsynlegt að leita sér hjálpar. Opnum okkur. Hvíldu í friði Gabríel Culver.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira