Fjölnota andlitsgríma er alltaf ódýrari kostur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það hefur verið sýnt fram á að andlitsgrímur eru ágæt leið til þess að hefta útbreiðslu á kórónaveirunni. Allir ættu því að bera grímu fyrir vitum sér á almannafæri, bæði til þess að verja sig, og af tillitsemi við náungann. Við erum jú í þessu saman.

Meðan sumir láta sér nægja einnota andlitsgrímur kjósa aðrir að bera fjölnota grímur. Ekki skal fullyrt hér hvor leiðin sé betri smitvörn og ekki fyllilega ljóst hvort fjölnota grímur séu endilega umhverfisvænni, því þær duga ekki lengi og fara að endingu í ruslið.

Fjölnota andlitsgrímur skal þvo daglega og allra hörðustu sérfræðingar telja að eftir 20 þvotta hætti þær að gegna hlutverki sínu.

Neytendasíðan fór yfir úrvalið af fjölnota grímum og komst að því að meðalverð á þeim er um 2.218 krónur. Miðað við að slík gríma endist í 20 daga þá kostar notkunin 110 krónur á dag.

Hvað varðar einnota andlitsgrímur þá fást þær meðal annars í apótekum og stórmörkuðum og eru gjarnan seldar 50 saman í kassa. Meðalverð á einnota andlitsgrímu er um 169 krónur. 20 daga notkun á einnota grímum kostar því um 3380 krónur.

Niðurstaðan er sú að fjölnota gríman (110 krónur á dag) er ódýrari kostur en sú einnota (169 krónur stykkið), jafnvel þó fylgt sé ströngustu tilmælum og notkun hætt eftir 20 þvotta.

Andlitsgrímur
©vera davidova

Að lokum látum við fylgja með upplýsingar um nokkrar verslanir sem eru hvað sterkastar í úrvali á fjölnota andlitsgrímum.

Slaufhann.is
Gríma með vasa og filter. 2.750 kr. Tvöföld gríma 1.990 kr.

Pollyanna.is
Mikið úrval af grímum fyrir börn og fullorðna frá 2.100 kr. til 2.900 kr.

Lost.is
Nokkrar tegundir á 2500 kr. stykkið. Pakki með þremur á 5.250 kr.

Óli prik
Allskonar grímur á um 2500 kr. stykkið. Gott úrval af barnagrímum.

Gyllti kötturinn
Grímur á 1.800 kr. stykkið

Hókus pókus
Ódýrasta fjölnota gríman á landinu. Aðeins 490 kr.

Bolabankinn.is
Fjölnota andlitsgríma með PM-25 filter á 1.789 krónur.

Lauuf.com
Grímur úr lífrænum bómull á 2.450 kr. Margir litir.

Lífstykkjabúðin
Grímur á 1.990 kr stykkið

Errea.is
Buff gríma á 3.900 kr.

Rokkogromantik.is
Handsaumaðar grímur á 3.490 kr.

Litla músin
Grímur fyrir börn og fullorðna á 2.650 krónur. Lífræn efni.

Vistvera
Grímur úr lífrænum bómull á 1.590 krónur

Islenskverslun.is
Íslenskar grímur á 1.290 kr.

Flugubullan.is
Grímur á 2.290 kr

Andlitsgrímur á fésbók
Fjölnota andlitsgrímur á 2.500 kr

ansdlitsgrimur.is á fésbók
Fjölnota andlitsgrímur á verðbilinu 1500 til 1900 kr.

 

Verð eru birt með fyrirvara um innsláttavillur

 

SPE

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...