Frakkaklæddur með kúrekahatt knúði dyra hjá Þórunni Antoniu: „Af hverju er ekki meiri skilningur?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir fékk í morgun óvænta heimsókn frá frakkaklæddum manni með kúrekahatt sem færði henni bréf. Hún segir bréfið alls ekkert ástarbréf því þar var á ferðinni stefna vegna ógreidds kreditkortareiknings og kvartar sáran undan skilningsleysinu Covid-faraldrinum.

Á þessari heimsókn átti Þórunn Antonía alls ekki von og lýsir hún upplifun sinni í færslu á Facebook. Reikningurinn er ógreiddur því sóttvarnaraðgerðir koma alfarið í veg fyrir að tónlistarkonan geti unnið fyrir sér. „Allir sem mig þekkja vita að ég tek yfirleitt öllum heimsóknum fagnandi á heimlið okkar en í morgunn bankaði hér maður í frakka með kúreka hatt sem undir öllum öðrum kringumstæðum hefði ég haft gaman að en…,“ segir Þórunn og heldur áfram:

„Hann hafði bréf meðferðis…ekki ástarbréf. Nei eitt stykki stefnu fyrir ógreiddum visareikning sem ég hef hringt vegna í bankann, sent email og beðið um frest á þetta er einn af mörgum ógreiddum reikningum sem safnast nú saman og hörkuduglega ég mun að sjálfsögðu greiða…þegar ég má vinna vinnuna mína.“

„Þessi status er ekki einhver aumingja ég status því ég er þannig kona að ekkert bugar mig og ég redda öllu alltaf

Þórunn lýsir erfiðri stöðu sinni eftir að hafa sjálf verið nýkomin úr fæðingarorlofi þegar Covid-faraldurinn skall á. „Allir sem vita hvernig þau eru fyrir verktaka og listafólk vita að það er náttúrulega himinháar upphæðir eða hitt þó heldur en hey ég kvarta ekki ég fékk þó orlof sem er meira en margir aðrir. Það er nú þannig að covid bylgja eitt kom og hrifsaði allar tekjur af listamönnum og fleiri starfstéttum byrjun árs og margir eru í sömu stöðu og allt fólk sem hætti sinni vinnu með glöðu geði til að hjálpa til að bjarga mannslífum. Stöðva heimsfarald og hætta í okkar vinnu með hag annara fyrir brjósti. Ég ítreka Með glöðu geði, segir Þórunn.

Tónlistarkonan spyr netverja hvers vegna samfélagið sýni ekki meiri skilning, til að mynda sjálfri sér sem sé með 125 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur með tvö lítið börn á framfæri. Hún segist alls ekki skammast sín fyrir að ganga í gegnum erfitt tímabil og lætur það ekki buga sig. „Afhverju er ekki meiri skilningur á því að fólk geti ekki greitt alla sína reikninga einn tveir og bingó í þessu ástandi? Afhverju stöðva tannhjólin ekki líka í innheimturnar og reikningaflæðið þegar fólki er bannað að vinna til þess að bjarga öðrum og minnka álag á heilbrigðiskerfið? Ég hljóma eins og rassálfur í Ronju Ræningjadóttir ég skil og veit og þessi status er ekki einhver aumingja ég status því ég er þannig kona að ekkert bugar mig og ég redda öllu alltaf, segir Þórunn og bætir við:

„Heldur er ég bara þannig að ég skammast min ekkert fyrir að ganga í gegnum erfið tímabil og deila því með öðrum því ég er mannleg, því við erum flest í þessari stöðu i mínum bransa og ég skil ekki að það sé ekki búið að gera plan með samkennd og skilning i huga td hjá bönkum og innheimltusjóðum sem bannar þeim að stefna tekjulausu fólki þangað til að hörðustu takmörkunum léttir og stjórnvöld eru loksins búin að efna sín loforð um að koma til móts við þessa hópa og gera þetta umsóknar plagg á síðu skattsins. Annars er ég bara hress og stend með ykkur öllum sem eruð í sömu sporum og hlakka svo til að knúsa ykkur öll og spila tónleika og allskonar skapandi og skemmtilegt eða halda brennu með ógreiddum reikningum á gamlárskvöld.„’

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira