Fullbjartsýnn ökumaður að mati lögreglunnar |

Fullbjartsýnn ökumaður að mati lögreglunnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ökumanni sem var heldur bjartsýnn að hennar mati. Líkt og meðfylgjandi mynd, sem lögreglan birti á Facebook-svæði sínu, sýnir þá var ökumaður fólksbifreiðarinnar með heldur ríflegan farm aftan úr skotti bílsins.

„Það er gott að vera bjartsýnn, en maður má samt ekki ætla sér um of. Hér þykir okkur heldur óvarlega farið þegar frágangur á farmi er annars vegar og víst að lítið má út af bregða. Enda ráku víst margir upp stór augu þegar þessi ökumaður var á ferðinni í umferðinni á dögunum,“ segir í færslu lögreglunnar.

Ökumaðurinn var stöðvaður af lögreglu sem gerði honum að flytja timbrið á áfangastað með öðrum og öruggari hætti.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira