Greta Salóme gagnrýnd fyrir að ýta undir lystarstol: „Við þurfum ekki að hlusta á karla eins og þig segja okkur hvernig við eigum að líta út“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme hefur í mörg horn að líta, enda önnum kafin í verkefnum bæði hér heima og erlendis.

Hún gefur sér þó tíma fyrir ræktina og birtir myndir af sér þar á samfélagsmiðlum, rétt eins og hún birtir myndir af sér við önnur tilefni.

Á mánudag birti hún mynd af sér eftir æfingu, með orðunum um að hún væri verulega þreytt á mánudegi, en allt væri í góðu sökum tilveru koffeins. Á sama tíma óskaði hún öllum góðrar viku.

Myndbirtingin féll þó ekki alveg í kramið hjá öllum þar sem einn karlmaðurinn birti athugasemd við myndina með orðunum:

„Mynd birting eins og þessi ýtir undir listastol hjá unglingum sem er lífs hættulegt er ekki nóg fyrir þig að hafa bara spegilinn.“

Greta Salóme svaraði manninum einfaldlega með því að slíkar athugasemdir ýttu undir lystina hjá henni til að „rækta líkamann minn, heilsu og styrk líkamlega og andlega og að sýna einmitt unglingsstelpum að við þurfum ekki að hlusta á karla eins og þig segja okkur hvernig við eigum að líta út eða hvað við megum birta.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

Andrés við fótskör Davíðs

ORÐRÓMUR Ráðning Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskipablaðsins, í starf fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins vekur nokkra athygli, aðallega í fjölmiðlaheiminum.Ýmsar...