Hættum að henda mat – fyrir umhverfið og veskið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

1,3 milljarðar tonna af mat sem framleiddur er í heiminum fer beint í ruslið, samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Mat sem hefði annars getað brauðfætt milljónir manna og minnkað hungursneið í heiminum. Eins og þetta sé ekki næg ástæða til að hætta að henda mat þá hefur matvælaframleiðsla gríðarleg umhverfisáhrif – sem þá eru algjörlega tilgangslaus ef maturinn er framleiddur til þess eins að enda í ruslinu.

Matarsóun hefur bein áhrif á buddur neytenda því sýnt hefur verið fram á að heimili kaupi oft of mikið af mat sem svo endar í ruslinu. Neytendur kaupa of mikið, matreiða of mikið, misskilja geymsluþol og fleira sem leiðir til mikillar sóunar og úrgangsmyndunar.

Samkvæmt Guardian kemur fram að þjóðir heims taki alltaf meira og meira land undir matvælaframleiðslu sem hefur gríðarleg áhrif á dýralíf, grunnvatn og skóga. Þrátt fyrir það er einum þriðja af öllum mat sem framleiddur er hent og 8% af losun gróðurhúsa lofttegunda í heiminum er rakin til matarsóunar. Fjárhagslegt tjón er gríðarlegt en talið er að matarsóun kosti alheimshagkerfið 940 billjón dollara. Nær einhver utan um þá upphæð?

Þjóðir heims taka æ fleiri virkari þátt í baráttunni við hamfarahlýnun og hrikalegar afleiðingar hennar. Engu að síður, segir í greininni, er engin þjóð sem ávarpar vandann eða boðar aðgerðir vegna matarsóunnar í Parísarsáttmálanum. En þess má þó geta að umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, skipaði starfshóp 2019 sem ætlað var að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun. Markmiðið er að gerð verði heildstæð áætlun gegn matarsóun til næstu ára. Stafshópurinn skilaði tillögum í sumar og hér eru nokkur dæmi:

Að draga úr matarsóun um 50% fyrir árið 2030
Samdráttur um 30% fyrir 2025
Auka stuðning við nýsköpun
Átak í menntun og fræðslu
Innleiða hagræna hvata
Árlegar mælingar á umfangi matarsóunar
Auka matargjafir

Þetta er það sem stjórnvöld geta gert en svo er mikilvægt að við lítum okkur nær og leggjum okkar að mörkum:

10 góð ráð gegn matarsóun af síðunni matarsóun.is

  1. Skipulegðu innkaupin
  2. Er „best fyrir liðið,“ notaðu nefið
  3. Hafðu fjármálin í huga
  4. Stilltu ískápinn rétt
  5. Geymdu matinn rétt
  6. Skipuleggðu ískápinn
  7. Eldaðu rétt magn
  8. Notaðu afgangana
  9. Notaðu frystinn
  10. Búðu til moltu

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira