Hafnfirðingar uggandi yfir heimilislausum manni – Viðbrögð Örvars sýna að enn er gott í sumum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hafnfirðingar hafa áhyggjur af heimilislausum manni sem hefur komið sér fyrir á pappaspjöldum nærri Kaplakrika. Fjölmargir íbúar hafa boðið fram aðstoð sína í umræðuþræði í hverfisgrúbbu íbúanna á Facebook.

Sandra Gunnarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði stofnar til umræðunnar og segir hún að synir hennar hafi séð hinn heimilislausa í nokkurn tíma nærri íþróttasvæði FH. „Nú er maður sem býr á pappaspjöldum fyrir aftan bílskúrana á Álfaskeiði, hinu meginn við FH Kaplakrika. Hann heldur sig upp við rist sem gefur smá hita frá sér. Krakkarnir sjá hann á hverjum degi á leið sinni á æfingar hjá FH og segja hann mjög vinalegan og almennilegan. Þau sjá hann stundum með mat sem hann geymir undir regnhlífinni sinni,“ segir Sandra og heldur áfram:

„Þau segja hann oft fara í bankana til að fá frítt kaffi og í Krónuna þegar það er gefins matur í lítilli körfu þar. Þau segja hann í skóm, buxum og úlpu. Hvað gerir maður þegar maður veit af svona eða er hægt að gera eitthvað? Það brýtur mann að vita af svona 2 metrum fyrir aftan sig, í þessum kulda, korter í jól.“

Fjölmargir íbúar taka það mjög nærri sér að heyra af hinum heimilislausa í bænum. Sveinsína Björg Jónsdóttir er ein þeirra. „Þetta er hræðilega sorglegt, fæ lika sting i hjartað. Það margir eru húsnæðislausir i mörg á, ekkert skeður á biðlista dauðans,“ segir Sveinsína. 

Stefán Jónsson segir afar mikilvægt að þeir sem þurfi aðstoð fái hana. Hann er ekki sá eini sem tekur þátt í umræðunni sem kvartar undan lélegri þjónustu við heimilislausa. „Svona fólk deyr bara úti einhverja frostnóttina, þekki persónulega dæmi um það því miður. Sá tikkaði ekki í einhver box hjá félagsþjónustu í ónefndu sveitarfélagi og hafði hvergi sínu höfði að halla nema úti í haustnóttinni. Blessuð sé minning þess ágæta manns,“ segir Stefán. 

Jónbjörg Hennesardóttir Guðrúnardóttir er ein þeirra fjölmörgu sem til er að aðstoða. „Þetta er svo sárt að vita af. Ég er með húfur og teppi hérna sem ég myndi vilja gefa honum ef hann vill einhverja hjálp. Get líka gefið honum lopapeysu og snjóbuxur. Endilega updeitið þráðinn ef einhver nær tali á honum,“ segir Jónbjörg. 

Margir Hafnfirðingar virðast boðnir og búnir til að hjálpa viðkomandi. Örvar Þór Guðmundsson, hafnfirðingur sem þekktur er fyrir jólasöfnun sína fyrir þá sem minna mega sín, var manna fljótastur til að bregðast við. „Ef einhver getur sótt þennan mann núna og skutlað honum niðrá Hótel Velli þá skal ég ganga frá gistingu fyrir hann í nokkra daga á meðan það er reynt að finna húsnæði fyrir hann,“ segir Örvar. 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Harpa og Júlíus selja glæsieignina á Kársnesi

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, og Júlíus Kemp, kvikmyndagerðarmaður, hafa sett einbýlishús sitt við Kársnesbraut á...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -