Herdís Ósk: „Barnið mitt er kallað feitabolla“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Herdís Ósk Sveinbjörnsdóttir ritar hjartnæma færslu um áhyggjur sex ára sonar hennar vegna útlitsins. Hann vill grennast og koma sér upp magavöðvum. Herdís Ósk segir vandamálið byrja hjá fullorðna fólkinu.

„Einhverstaðar læra börn staðalímyndir. Vissulega er þetta víðtækt vandamál í heiminum þessar staðalímyndir allstaðar, á netinu og annarstaðar. En við getum þó breytt og lagað þetta með smá fræðslu og spjalli við börnin okkar, sem og passa okkur sjálf hvernig við tölum um okkar eigin líkama og aðra í kringum okkur,“ segir Herdís Ósk og bætir við:

„Þessi yndislegi, fallegi og duglegi strákur sem ég á, sem var vanur að segja: mamma hver er fallegastur? ÉG er það. Hann var vanur að vera fullur sjálfstrausti. En það hefur farið hratt niður. Hann er alltieinu farinn að spyrja mig afhverju hann sé með svona feitar kinnar en ekki bróðir sinn. Afhverju hann geti ekki litið út einsog bróðir sinn og mörg önnur börn. Hann er alltieinu farinn að tala um að vilja sixpack og grennast.“

Herdís Ósk segir son sinn aðeins sex ára gamlan en hann sé þetta ungur farinn að hafa áhyggjur af útlitinu. „Hann er kallaður feitabolla af krökkum í skólanum sínum. Hann elskar að borða, blessunarlega er hann ekki farinn að minnka það sérstaklega, en hann spáir mikið í matnum og spyr oft hvort hann gæti fitnað meira ef hann fær sér hitt og þetta að borða,“ segir Herdís Ósk.

Hin áhyggjufulla móðir segist hafa þurft að ræða við son sinn um hversu fallegir allir líkamar séu. „Allir séu fallegir á sinn hátt, sama hvort við séum mjó, feit, hvít, svört, stelpa eða strákur eða einhvern vegin “öðruvísi”. Að við eigum bara einn líkama og við eigum að elska hann einsog hann er. Það á ekki að hugsa um það að grennast, heldur eigum við að hugsa vel um líkamann okkar með því að borða holt og hreyfa okkur. Hreyfing getur verið göngu túr eða að æfa íþrótt, það skiptir bara mestu máli að finna hreyfingu sem okkur þykir skemmtileg. En þannig erum við að hugsa vel um líkama okkar. En Þó við borðum holt og hreyfum okkur, þá getum við samt alltaf verið allskonar og það er alltilæ. Það að borða holt þýðir ekki að við meigum ekki fá okkur nammi og sætabrauð stöku sinnum, það má fá sér allt sem maður vill en það þarf þá líka að passa uppa að tannbursta sig vel svo við fáum ekki Karíus og Baktus í tennurnar útaf sykrinum. Það skiptir miklu máli að við elskum okkur sjálf einsog við erum,“ segir Herdís Ósk.

Herdís segir son sinn ekki skilja af hverju krakkar tali illa um sig. „Við verðum að vera góð við alla. Við þurfum að hjálpast að að líða vel í umhverfinu okkar, bæði heima, skólanum og á æfingum. Ég reyni mitt allra besta að leiðrétta slæmar hugsanir og orð annarra, en það er takmarkað sem ég get gert. Því miður eiga börn þá tilhneigingu á að hlusta frekar á önnur börn heldur en foreldra sína. Ég þekki það bara sjálf og eflaust mörg ykkar. Við gerumst ennþá sek í dag, fullorðin, að hlusta á neikvæð orð um okkur heldur en hið fallega. En þá er tækifæri til að kenna börnum okkar að það sé hægt að leiðrétta hugsanir sínar um okkur sjálf. Við vitum að börn hlusta takmarkað á foreldra sína í svona aðstæðum, við getum reynt að segja þeim alla daga hversu falleg þau eru en ef þau læra ekki sjálf að leiðrétta hugsanir sínar og tala fálega til sín sjálf er það ekki að hjálpa til lengdar að við séum að segja það við þau,“ segir Herdís Ósk sem að lokum biður netverja um aðstoð:

„Með þessu langar mig að biðja ykkur, elsku vinir, að fræða börnin ykkar um að líkamar eru allskonar. Það sé ekki í boði að gera grín af líkama hjá öðrum og við eigum öll að elska okkur sjálf einsog við erum óháð útliti. Einnig er þá mikilvægt að við fullorðna flókið pössum okkur hvernig við tölum fyrir framan börnin. Við skulum ekki tala um “að vilja grennast” eða ætla í “megrun”. Við verðum að aftengja þetta samhengi við það að borða holt og hreyfa sig sé til þess að grennast. Við skulum tala um að við viljum borða holt og hreyfa okkur til að liða vel og hugsa vel um líkama okkar, við skulum þó líka kenna þeim að það má fá sér nammi og sætindi í hófi, það sé ekki skaðlegt. Hættum að tengja heilbrigt líferni við það að grennast, það hefur slæm áhrif á börnin okkar og sjálfsmynd þeirra. Það á ekki að skipta máli hvernig við litum út, við eigum að læra að elska líkama okkar og í leiðinni kenna börnunum okkar elska sinn.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira