Hjarta Helgu brotnaði í sundklefanum: „Ég heyrði tvær 11 ára stelpur ræða sín á milli“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Helga nokkur Malen skrifar færslu á Twitter sem hefur vakið mikla athygli. Þar segir hún frá því að hún hafi orðið vitni af samtali sem hafi gert hana óttaslegna um framtíð íslenskrar æsku. Tvær stúlkur ekki komnar á unglingsárin voru þrátt fyrir það augljóslega orðnar þrælar útlitsdýrkunar.

Helga skrifar: „Hjartað mitt brotnaði í 1000 mola í dag í sundklefanum þegar ég heyrði tvær 11 ára stelpur ræða sín á milli hvernig þær myndu sko breyta öllu við sig með aðgerðum ef þær gætu. Getum við plís frætt unglingana okkar um óraunhæfar staðalímyndir og mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar.“ Ein kona segir þetta sérstaklega sorglegt vegna þess að stelpurnar voru enn börn en ekki unglingar. „Sem gerir þetta einmitt svo ótrúlega sorglegt,“ svarar Helga.

Sumir velta því fyrir sér hver ber ábyrgð á þessu. Ein telur samfélagsmiðlastjörnur og jafnvel RÚV koma þessum hugmyndum í huga barna. „Sá síðast fyrir 3 mínútum auglýsingu í sjónvarpinu um þátt sem verður um manneskju sem er á leið í aðgerð til að breyta útlitinu. Vissulega magaermi, en samt í sjónvarpi á prime time eins og ekkert sé eðlilegra en að demba sér í aðgerð. Svo eru insta-stjörnurnar ekki að hjálpa.“

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í nótt. Þetta kemur...
- Auglýsing -