Íbúar skili plasti á grenndarstöðvar 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í þessum mánuði verður ný gas- og jarðgerðarstöð tekin í notkun í Álfsnesi þar sem lífrænum hluta heimilisúrgangs verður umbreytt í jarðvegsbæti og metan.  

Nú hefur verið sett upp vélræn flokkunarlína í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi og var það gert til að mæta þörfum vinnslunnar í Álfsnesi sem og að auka endurnýtingu heimilisúrgangs. Á meðan verið er að prófa kerfið er vindflokkarinn Kári ekki í notkun og hefur SORPA því beðið fólk að henda plasti ekki í pokum með heimilissorpi. Þetta á við um þau sveitarfélög sem haft hafa þann háttinn á. Meðan Kári er úr leik þarf plastið því að fara flokkað á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Þetta fyrirkomulag verður út mánuðinn. 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira