Íhuga að fjölga starfsfólki um 100 þúsund á meðan núverandi starfsfólk kvartar undan aðbúnaði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mikil aukning hefur orðið á viðskiptum í gegnum vefverslanir undanfarið vegna útbreiðslu COVID-19, svo mikil að vefverslunin Amazon skoðar nú að ráða inn 100 þúsund nýja starfsmenn í Bandaríkjunum til að anna eftirspurn.

Á meðan Amazon íhugar að fjölga starfsmönnum kvarta þeir sem nú þegar starfa hjá fyrirtækinu undan slæmum aðbúnaði.

Starfsmenn fyrirtækisins hafa sumir hótað að leggja niður störf þar til aðbúnaður þeirra er bættur en fyrirtækið er sakað um að huga ekki nægilega vel að hreinlæti.

Starfsmenn í vöruhúsi Amazon hafa þá kvartað undan því að fá hvorki hlífðarbúnað né rými til að halda fjarlægð við hvorn annan til að draga úr smithættu. En talsmaður Amazon segir í nýrri yfirlýsingu að öryggi starfsmanna sé tryggt.

Í yfirlýsingunni var þá tekið fram að starfsfólki sé frjálst að nýta frídaga sem það á inni eða taka sé launalaust leyfi sé þess óskað.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...

Reebok Fitness braut lög í COVID-19 faraldrinum

Líkamsræktarstöðin Reebok Fitness braut lög þegar uppsagnarskilmálum notenda stöðvarinnar var breytt einhliða í COVID-19 kórónuveirufaraldrinum í vor.Kemur...