Auglýsing gæsa á Facebook getur verið ólögleg

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Matvælastofnun vekur athygli veiðimanna á þeim reglum sem gilda um gæsir, en skottímabil þeirra er hafið.

Veiðimenn mega ekki selja gæsaafurðir eða dreifa þeim nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. Auglýsing á Facebook getur talist til sölu eða dreifingar.

Hver veiðimaður má þó afhenda/selja heila gæs (óreytta) til neytenda, markaða eða veitingastaða án leyfis. Sérhver meðhöndlun á gæs telst sem vinnsla og er leyfiskyld ef selja eða dreifa á afurðunum.

Þegar neytt er villibráðar sem hefur verið skotin þarf ávallt að hafa í huga að hætta er á að leifar af skotfærum leynist í kjötinu.

Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira