Björgólfur, Beckham og veiðiferðin |

Björgólfur, Beckham og veiðiferðin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Orðrómur

Hundruð milljóna króna tap DV undir stjórn Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns vekur athygli. Sigurður var skráður eigandi að fjölmiðlinum en komið er á daginn að auðmaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson sá honum fyrir rekstrarfé sem tapaðist á mettíma. Björgólfi munar þó lítið um þá smáaura sem felast í þeim hundruðum milljóna króna sem gufuðu upp enda er hann einn af ríkustu mönnum heims.

Björgólfur var á landinu ásamt vini sínum, David Beckham, í júlí í sumar og fór þá í veiðiferð í Haffjarðará. Gist var í glæsilegu veiðihúsi þar sem öll þægindi eru til staðar. Fátt segir af veiði þeirra en mikill sláttur var á þeim félögum í veiðiferðinni sem varð styttri en ætlunin var ….

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira