Blekhylkin dýr: Ódýrara að henda prentaranum og kaupa nýjan

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytandi vekur athygli á kostnaði við kaup á prentarahylkjum í Facebook-hópnum: Vertu á verði – eftirlit með verðlagi. Neytandinn keypti prentara í Costco, sem kostaði 10.999 krónur. Kaup á hylkjum í prentarann í annarri verslun eru hins vegar mun dýrari en prentarinn sjálfur.

„Þessi prentari var keyptur í Costco og er alveg ágætur. Hann virđist þó vera hannađur sem einnota miđađ viđ hvađ hylki kosta í kvekendiđ. Jafnvel þó ađ mögulega sé minna í hylkjum sem fylgja kaupunum þá borgar sig ađ kaupa nýjan prentara þegar hylkin eru tóm,“ segir hann og birtir með mynd af kvittunum, annars vegar fyrir prentaranum og hins vegar fyrir prenthylkjum.

Hylkin keypti hann í A4 Smáralind og kostuðu þau 7.999 krónur og 8.999 krónur.

Prenthylkin tvö Mynd / Facebook

Prentarinn 10.999 krónur
Mynd / Facebook

Ein bendir á að minna magn sé alltaf í hylkjum sem fylgja prenturum: „Það er minna blek í hylkjunum sem fylgja prenturum og oft rétt duga bara til að fylla í leiðslurnar.“ Önnur bendir á að kaupa „samheita“ hylki,  „það er ekki original, getur sparað mikið og ég finn engan mun, hvorki í laser prenturum né bleksprautu.”

Rétt er að benda neytendum á að gera ávallt verðsamanburð sé þess nokkur kostur.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira