Ekki láta hafa af þér aleiguna – Lærðu að verja þig gagnvart netsvindli

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) vara fólk við svikapóstum, en óvenjumikið hefur verið af slíkum póstum undanfarið.

Í svikapóstum er fólk beðið um að smella á hlekk þar sem farið er inn á falska síðu sem er látin líta út eins og greiðslusíða fjármálafyrirtækis. Þar er fólk meðal annars beðið um að skrá inn kortanúmer og eru dæmi um að svikahrappar nýti sér kortaupplýsingar sem þeir fá með þessum hætti.

SFF benda á að ein leiðin sem reynd hefur verið er að fá fólk til skrá kortaupplýsingar í það sem lítur út fyrir að vera Apple Pay. Ef þú færð slíka tilkynningu þá skaltu þegar hafa samband við þig viðskiptabanka (sjá upplýsingar hér neðst).

Varist skilaboðasvik

Töluvert hefur verið um tilraunir til að blekkja fólk með trúverðugum skilaboðum í tölvupósti eða smáskilaboðum sem eru látin líta út eins og þau séu frá íslenskum fyrirtækjum. Alls ekki skal svara slíkum skilaboðum, smella á hlekki sem gefnir eru upp eða gefa persónulegar upplýsingar, kortaupplýsingar eða lykilorð.

Bankarnir og fjöldi fyrirtækja birta upplýsingar á heimasíðum sínum um hvernig varast eigi netsvindl, þar á meðal Pósturinn. 

Það sem þú getur gert til að verjast netsvindli:
  • Ekki smella á neina hlekki í auglýsingum, skilaboðum eða tölvupóstum
  • Ekki gefa upp kortaupplýsingar
  • Vera vakandi fyrir því hvaðan póstar eru sendir (skoðaðu netslóðina)
  • Ef þú ert í vafa um hvort skilaboð séu frá viðkomandi banka/fyrirtæki eða svindl, hafðu samband við bankann/fyrirtækið

Við bendum jafnframt á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið [email protected]

Hafa má samband við banka með eftirfarandi hætti:

Landsbankinn: s. 410-4000, [email protected] og netspjall á https://www.landsbankinn.is

Íslandsbanki: s. 440-4000, [email protected] og netspjall á https://www.islandsbanki.is

Arion banki: s. 444-7000, [email protected] og netspjall á https://www.arionbanki.is

Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna skal hringja í neyðarnúmer greiðslumiðlunarfyrirtækja: Valitor – s. 525-2000 og Borgun – s. 533-1400

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...