Ekki setja þennan borðbúnað í örbylgjuofninn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Matvælastofnun varar við að setja melamín plast í örbylgjuofninn, þar sem það getur gefið frá sér skaðleg efni í matinn við hitun.

Melamín plast er vinsælt í barna borðbúnað. Þetta er hart plast og er gjarnan litríkt og fallegt. En það hentar illa í örbylgjuofn þar sem það getur gefið frá sér skaðleg efni í matinn við hitun í honum.

Þegar matvæli eru hituð í örbylgjuofni skal gæta sérstaklega að því að nota einungis ílát og umbúðir sem eru ætluð til þess.

Skoða þarf merkingar á ílátum og umbúðum og ef merkingar eru ekki til staðar er ráðlagt að nota frekar gler eða postulín.

Nánari upplýsingar um rétta notkun umbúða má finna hér.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira