Hámarkaðu velgengni þína og vellíðan með örfyrirlestrum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Náms- og starfsráðgjafar Háskólans í Reykjavík bjóða upp á átta örfyrirlestra 1. – 4. september. Í fyrirlestrunum verður farið yfir ýmsar aðferðir til þess að hámarka velgengni og vellíðan í námi.

Fyrirlestrarnir eru öllum aðgengilegir á netinu og ættu að gagnast skólanemum, sem öðrum.

Í gær, þriðjudaginn 1. september voru fyrirlestrar um markmiðasetningu og tímastjórnun.

Í dag verður farið yfir almenna námstækni og próftækni, á morgun ferilskrárgerð og kynningarbréf og hvernig nýta má styrkleika sína í námi. Á föstudag verða svo fyrirlestrar um vellíðan í námi og kvíða – prófkvíða.

Horfa má á fyrirlestrana hér.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á rag[email protected]

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira