Hvaðan er matvaran? – Kynntu þér réttinn til upplýsinga um matinn sem þú borðar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytendur eiga rétt á aðgengilegum, nákvæmum, auðskiljanlegum og skýrum upplýsingum um matvæli á íslensku, ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku. Merkingar mega ekki vera villandi.

Sama á við hvort sem matvara er keypt í verslun eða í fjarsölu, það er í vefverslun eða í gegnum síma.

Mynd / mast.is

Á vef MAST má finna ítarlegar leiðbeiningar um merkingar matvara, aðgreind eftir innihaldslista, næringarmerkingu, upprunamerkingu, geymsluþoli, geymslusskilyrðum og upplýsingum um nettómagn. Einnig má finna þar myndir sem hægt er að prenta út í pdf-skjali, þar sem upplýsingar eru settar fram með myndrænum hætti.

Mynd / mast.is

Neytendur eiga rétt á upplýsingum um upprunaland fjölmargra tegunda af ferskum matjurtum.

Samkvæmt gildandi reglum er eingöngu  skylt að merkja uppruna ferskra matjurta, hunangs og óunnins kjöts af nautgripum, svínum, sauðfé, geitum og alifuglum.  Þá eru einnig kröfur um að gefa skuli upp upprunaland ef skortur á slíkum upplýsingum gæti annars villt um fyrir neytendum.

Upplýsingar um upprunaland eiga að vera á umbúðum. Ef varan er seld í lausu þá eiga upplýsingarnar að vera vera sýnilegar með skilti eða öðrum hætti.

Kynntu þér rétt þinn til upplýsinga um þann mat sem þú neytir og sendu MAST ábendingar um það sem betur má fara í þinni verslun. Ábendingar má senda hér.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira