Leynist leyndarmálið að hamingju íslendinga í laugunum?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslendingar og ást þeirra á sundlaugum og heitum pottum var umfjöllunarefni á BBC á fimmtudag. Eins og kemur fram í umfjöllunni þá er landið jafnan á meðal þeirra sem búsett er hamingjusömustu þjóðum heims. „Getur verið að leyndarmálið að ánægjunni felist í fjölda sundlauga og heitra potta,“ er spurningin sem varpað er fram.

Sundkennsla hefur verið skylda frá 1940, og landið á flestar laugar miðað við höfðatölu. „En af hverju hefur þessi baðhefð orðið svo eðlislægur þáttur í íslenskri menningu?“

Myndbandið er eftir Benoît Derrier, og rætt er við Sigurlaugu Dagsdóttur, safnfræðing, Viðar Halldórsson, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, auk nokkra sundlaugargesti.

Einnig er nýjasta trendið skoðað, að setja heita potta við sjávarsíðuna.

Horfa má á myndbandið hér.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira