Rautt pestó innkallað vegna aðskotahlutar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðföng hafa ákveðið að innkalla Himneskt Lífrænt rautt pestó, sem Aðföng flytja inn, eftir að glerbrot fannst í einni krukku. Innköllunin er í í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Krukkurnar sem um ræðir voru seldar í verslunum Bónus og Hagkaupa um allt land og eru neytendur sem keypt hafa vöruna beðnir um að neyta hennar ekki.Viðskiptavinir geta fargað vörunni eða skilað í þeirri verslun sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Varan sem um ræðir

Innköllunin nær til:
Vörumerki: Himneskt.
Vöruheiti: Lífrænt rautt pestó.
Strikamerki: 5690350050692.
Nettómagn: 130 g.
Best fyrir dagsetningar: Allar í október 2022.
Framleiðandi: La Dispensa di Campagna Srl, Toskana.
Framleiðsluland: Ítalía.
Innflytjandi: Aðföng, Skútuvogi 7-9, 104 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Bónus og Hagkaupa um land allt.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...