Reebok Fitness braut lög í COVID-19 faraldrinum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Líkamsræktarstöðin Reebok Fitness braut lög þegar uppsagnarskilmálum notenda stöðvarinnar var breytt einhliða í COVID-19 kórónuveirufaraldrinum í vor.

Kemur þetta fram í ákvörðun Neytendastofu, og er líkamsræktarstöðinni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur. Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að fjöldi ábendinga og fyrirspurna hafi borist frá neytendum stöðvarinnar er varðaði rétt þeirra til að segja upp eða frysta áskrift sína að líkamsræktarstöðvum þegar þeim var lokað vegna kórónveirufaraldursins, í mörgum tilvikum voru takmarkarnir settar á uppsögn áskriftar.

Neytendastofa óskaði í framhaldinu eftir skýringum frá forsvarsmönnum Rebook Fitness og vísaði meðal annars til fréttar sem birtist á visir.is í mars, þar sem fram kom að viðskiptavinir líkamsræktarstöðvarinnar þurftu að mæta á skrifstofu félagsins til að segja upp áskrift, en gátu ekki gert það rafrænt í gegnum netið.

Taldi Neytendastofa það brjóta gegn neytendalögum þar sem allir áskriftarsamningar væru gerðir rafrænt. Skilmálabreytingin hafi verið gerð einhliða og án tilkynningar til áskrifenda stöðvarinnar, auk þess sem hún var gert á tíma sem enginn gat nýtt sér þjónustuna sökum lokunar stöðvarinnar.

„Þrátt fyrir að RFC áskilji sér rétt til að breyta skilmálunum geta slíkar breytingar falið í sér óréttmæta viðskiptahætti samkvæmt lögum nr. 57/2005. Með skilmálabreytingunni sem hér um 6 ræðir telur Neytendastofa að möguleiki neytenda til að nýta heimild í skilmálum til uppsagnar samnings sé skert verulega og fela í sér töluverða breytingu á grundvallareðli samningssambandsins. Þá verður ekki framhjá því litið að skilmálabreytingin var gerð einhliða og án tilkynningar eða fyrirvara og neytendum því ókleyft að grípa til ráðstafanna vildu þeir ekki sætta sig við breytta skilmála auk þess sem breytingin er gerð á þeim tíma þar sem neytendum var ómögulegt að nýta þjónustu RFC.“

Neytendastofa telur því að þessir viðskiptahættir Rebook Fitness hafi brotið í bága við góða viðskiptahætti og raskað verulega fjárhagslegum hagsmunum neytenda.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...