Varað við hamborgarasósu og hún innkölluð

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten) við neyslu á Íslandsnaut hamborgarasósu. Sósan inniheldur hveiti án þess að það komi fram á merkimiða vörunnar. Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað vöruna af markaði.

Hamborgarasósan sem um ræðir

Allar lotur eru innkallaðar með best fyrir dagsetningum fyrir 08-01-2021:

  • Vöruheiti: Íslandsnaut Hamborgarasósa, Smash Style
  • Strikamerki: 5690350194556
  • Nettómagn: 250ml
  • Dreifing: Varan var til sölu í verslunum Bónus og Hagkaupa fram til 23. september 2020.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...