Vertu með í átakinu og minnkaðu plastið með einföldum aðferðum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Plastlaus september er hafinn, en átakið er nú haldið í fjórða sinn. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina.

Plastlaus september hvetur okkur til að nota minna af einnota plasti og velja vörur úr öðru hráefni þegar því er komið við. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

Hér eru 30 leiðir til að minnka plast.
Mynd / plastlausseptember.is

Það er um að gera að byrja bara, hvert ferðalag byrjar með einu skrefi og sama á við um aðferðir til að minnka plast og huga betur að umhverfinu. Notar þú til dæmis fjölnotapoka við innkaupin? Það fer lítið fyrir einum slíkum í töskunni eða í bílnum (þá er bara að muna eftir að taka hann með inn í búðina). Það er líka um að gera að byrja að venja sig á fjölnotapokana, því frá og með janúar 2021 verður algjört bann við sölu á einnota plastburðarpokum. Frá 1. september 2019 var bannað að afhenda plastpoka án endurgjalds óháð því úr hvaða efni pokinn er. Pokinn kostar 35 krónur í þeirri verslun sem blaðamaður verslar alla jafna í og þó að það sé ekki stór upphæð í hvert sinn, þá safnast hún saman og má örugglega gera margt betra fyrir þá upphæð en henda henni í ruslið.
Fjölnotapoka má kaupa víða í alls konar útgáfum og eru margir þeirra mjög fallegir og hentugir, þannig að óþarfi er að bera um „hallærislega“ poka merkta verslunum landsins, ef fólk vill það síður.

View this post on Instagram

Vissir þú þetta um Plastlausan september?

A post shared by PlastlausSeptember (@plastlausseptember) on

Samkvæmt vefsíðu átaksins henda Íslendingar almennt einnota plasti strax eftir notkun. Talið er að hver plastpoki sé notaður í um 25 mínútur að meðtaltali. Hver einn og einasti Íslendingur skilur eftir sig um 40 kg af úrgangi umbúðaplasts á ári.

Fólk er hvatt til að taka þátt í átakinu og deila eigin reynslu, ábendingum og ráðum með myllumerkjunum  #plastlaus  #plastlausseptember og #breytumtilhinsbetra.

Fylgjast má með átakinu og fá góð ráð frá öðrum á Facebook-síðu, í Facebook-hópi og á Instagram.

Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected]

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira