Íslendingar skunduðu á Þingvöll. Sjáðu haustlitina!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fádæma veðurblíða var víða um land í dag og nutu Íslendingar hennar, enda fátt annað í boði miðað við þær samkomutakmarkanir sem viðhafðar eru vegna Kórónuveirunnar. Það getur verið þrautinni þyngra að hlýða Víði þegar haustið kallar.

Útivistarperlur í grennd við höfuðborgarsvæðið voru margar hverjar stappfullar af fólki og þar voru Þingvellir engin undantekning. Þar safnaðist saman dágóður mannfjöldi á öllum aldri og spókaði sig um. Talsverð umferð var í Þjóðgarðinum enda langflestir á einkabíl og engar rútur sjáanlegar.

Fáir erlendir ferðamenn voru á ferli enda ekki margir slíkir á landinu. Íslendingar nutu þess vegna að hafa Völlinn út af fyrir sig og skoða Almannagjá, Lögberg, Snorrabúð, Drekkingarhyl og fleiri sögufræga staði í töfrandi haustlitum.

Ljósmyndari Neytendavaktarinnar var á vappi og fylgdist með samborgurum sínum njóta dýrðarinnar.

SPE

 

Þingvellir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...