Katrín í úlfakreppu vegna stjórnarskrár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur nú frammi fyrir stærsta vandamáli sínu á kjörtímabilinu. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað upp á kröfum um breytingar á stjórnarskrá, í anda þess er stjórnlagaþing kom sér saman um. Katrín hefur verið stuðningsmaður þess að stjórnarskránni verði breytt í þessum dúr. Vandinn er hins vegar sá að Sjálfstæðisflokkurinn vill engar breytingar og hefur í raun lýst frati á tillögur stjórnalagaþings. Katrín hefur skuldbundið sig til að ganga í takti við Bjarna Benediktsson, Brynjar Níelsson, Ásmund Friðriksson og alla hina sjálfstæðismennina sem á sínum tíma sviku kosningaloforð sitt um að aðild eða ekki að Evrópusambandinu færi í þjóðaratkvæði. Bjarni lýsti því að kalla fram vilja þjóðarinnar á sínum tíma sem pólitískum ómöguleika.

Stjórnarskrármálið var á sínum tíma pólitískur banabiti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem hafði heitið því að ná fram breytingum en varð að lúta í gras og hrökklaðist út úr pólitík með banabitann á bakinu. Nú nálgast ögurstund Katrínar sem glímir við það að samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn hefur skömm á þvi að kalla fram þjóðarvilja. Katrín hefur boðað að hún muni leggja fram frumvarp í eigin nafni um breytingar á stjórnarskrá og treystir þannig á stjórnarandstöðuna en kallar yfir sig reiði samherja í Sjálfstæðisflokknum. Útspilið lýsir örvæntingu hennar og þeirri úlfakreppu sem hún er í vegna ítrekaðra svika með stjórnarskrárbreytingar. Og það er aðeins 11 mánuðir til kosninga þar sem spurt verður stórra spurninga en kannski verður fátt um svör …

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Vigdís í sárum

Landsfundur Miðflokksins um síðustu helgi reyndist Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa þungbær. Vigdís hafði af fórnfýsi og áhuga boðist...

Brellumeistarinn Jón Ásgeir

Sagnaþulurinn Einar Kárason mun vera að leggja lokahönd á ævisögu eða málsvörn eins frægasta útrásarvíkings Íslands, Jóns...

Sem dropi í skuldahaf RÚV

Uppsagnir rótgróinna fréttamanna á Ríkisútvarpinu hafa vakið mikla athygli. Fréttamennirnir Pálmi Jónasson og Jóhann Hlíðar Harðarson hafa...