Kjóllinn stóðst ekki beint væntingar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Twitter-færsla sem bresk kona að nafni Lauren Thompson birti nýverið fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlinum. Í færslunni birtir Lauren myndir af sér í bleikum kjól sem hún pantaði sér frá vefversluninni PrettyLittleThing.

Lauren birti einnig mynd sem hún tók af vef PrettyLittleThing sem sýnir hvernig kjóllinn á að líta út. Það er augljóst að kjóllinn stóðst ekki væntingar hennar. Hún ætlaði að klæðast kjólnum um helgina en sagði frá því í Twitter-færslunni að hún þyrfti víst að kaupa sér annan kjól.

Lauren greiddi 25 pund fyrir flíkina sem gerir rúmar 4.000 íslenskar krónur.

Margir netverjar hafa skrifað athugasemd við færsluna hennar og sumir bent á að kjóllinn sé einfaldlega of stór á hana, að kjóllinn gæti verið flottur í réttri stærð. Aðrir hafa þá líkt kjólnum við stóran plastpoka.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Íslendingar á forsíðu ELLE

Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir prýðir forsíðu ELLE í Þýskalandi en Kári Sverrisson ljósmyndari tók myndina.Sigrún Ásta Jörgensen...