„Já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér“ |

„Já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Húmoristar á internetinu hafa eflaust skemmt sér yfir því að andlit er komið á konuna sem átti árið 2007 að hafa hringt inn á Bylgjuna í þáttinn Reykjavík síðdegis þar sem hún sendir kaldar kveðjur á hjákonu mannsins síns. „Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum sem er farin að ríða karlinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér, eyðileggja líf mitt,“ sagði hún í þættinum.

Á Facebook-síðu konunnar, Guðrúnar Fríðu Guðmundsdóttur birtist stöðuuppfærsla fyrr í dag sem hljóðaði svo: „já konan í viðtalinu er ég og já Haukur Alfreðsson hélt framhjá mér.“ Maðurinn á svo að hafa svarað henni og þau skiptast á ófögrum orðum.

Karakterinn Guðrún Fríða léttir á sér á Facebook

Blessunarlega virðast þessir Facebook-aðgangar vera grín en skjáskotum af samskiptum karakterana hefur verið deilt manna á milli í kjölfar endurlits upptökunnar sem Hörður Ágústsson birti á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi.

Grínið nær greinilega nokkur ár aftur í tímann en síðurnar voru gerðar fyrir um 5 árum síðan. Mörgum kann að þykja illa vegið að þeim Haukum landsins sem eru Alfreðssynir en engin ber nafnið Guðrún Fríða Guðmundsdóttir.

Sam
Sambandið þeirra hefur verið flókið enda hélt Haukur 4x framhjá

Upptakan sem Hörður Ágústsson deildi á Twitter í gær gekk manna á milli um netheima í dag þar sem kona hringdi inn á Bylgjuna og ræddi stöðu aldraðra og öryrkja. „Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á landspítalanum sem er farinn að ríða karlinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér, eyðileggja líf mitt“
„Já, takk fyrir þetta“, sagði útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason og lagði á.

Konan hafði hringt inn til að ræða stöðu öryrkja og aldraðra og kvaddi með þessari kveðju til hjákonunnar.

Nokkru eftir símtalið umtalaða birtist grein á Vísi þar sem greint var frá því að karlinn væri nú fluttur til geðhjúkrunarfræðingsins. Blaðamaður Vísis fékk þá konuna í viðtal sem var sigri hrósandi yfir viðbrögðunum sem símtalið fékk. Hún hafði fengið hrós, „meðal annars á hárgreiðslustofum“.

Konan fór fremur ófögrum orðum um geðhjúkrunarfræðinginn og sagði hana hrikalega geðvonda og vera að reyna að sálgreina manninn hennar. „Hann býr núna hjá henni en er að sofa hjá mér,“ sagði konan í viðtalinu árið 2007.

Að lokum sagðist hún viljug að fyrirgefa karlinum. „Ég ætla nú að reyna að vinna hann til baka enda er þetta góður maður. Hann hefur auðvitað sýnt tvöfeldni í þessu máli en ég er alltaf til í að fyrirgefa.“

Hvað sem sambandsörlögum konunnar sem sló á þráðinn á Bylgjunni 2007 líður þá eru grínparið Guðrún Fríða og Haukur búin að vekja mikla lukku og sennilega smá sorg hjá landsmönnum, enda um fremur stormasamt samband að ræða.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Snjóflóð féll á Hnífsdalsvegi

Hnífsdalsvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Staðan með opnun vegarins verður tekin í fyrramálið.Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni...