Kristján Þór bað sjálfur um launalækkun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristján Þór Magnússon, sveitastjóri Norðurþings, óskaði sjálfur eftir launalækkun og var það samþykkt af byggðaráði sveitafélagsins í gær.

Laun hans lækka um sex prósent frá 1. janúar. Auk þess var samþykkt að seinka launahækkunum æðstu stjórnenda til 1. júlí. Samtals mun þetta spara um fjórar milljónir króna.

RÚV greinir frá þessu. Í fundagerð kemur fram að Kristján Þór hafi lagt fram minnisblað þar sem erfið staða sveitafélagsins kom fram. Allar líkur eru á því að Norðurþing verði rekið með halla á þessu og næsta ári.

Markmiðið með að þessum launalækkunum sé að halda í störf og koma í veg fyrir brottflutning úr sveitafélaginuk.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira