Lóa selur sjóðheita samtímalist á góðu verði – nóg að gera!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neyslumunstur er að breytast og hefur COVID-19 faraldurinn ýtt undir það. Æ fleiri kjósa að versla á netinu. Fjölmargar vefverslanir hafa skotið upp kollinum á stuttum tíma. Neytendur vilja líka margir kaupa beint frá framleiðenda og spara sér þannig álagningu milliliðsins.

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndlistarkona, tónlistarkona, handritshöfundur og nú rithöfundur hefur vakið mikla athygli fyrir myndasögur sem eru birtar reglulega í bókum, dagblöðum, tímaritum og samfélagsmiðlum. Hún hittir einhvernveginn alltaf í mark, nær með ótrúlegri næmni að fanga tíðarandann og þjóðarsálina.

„Ég virðist bara hitta á eitthvað random rugl sem hefur afleiðingar. Þetta er líka einhver heppni. Ég er eins og Forrest Gump, hef ekkert viðskiptavit og ekkert markaðsvit.“

Neytendavaktin hitti einmitt á Lóu í miðju ati. Hún setti mæðradagsplatta á síðuna sína Lóaboratoríum í gær og þeir seldust strax upp. Hún lofar nýrri týpu fljótlega.

„Ég sit sveitt hérna á vinnustofunni, árita, pakka og sný upp á víra. Ég hugsaði þetta ekki alveg til enda,“ segir hún hlægjandi.

Mæðradagsplattann seldi Lóa áritaðann í 100 eintökum á 9.500.- kr

Lóa er atvinnuskapandi listamaður. Hún var með tvo starfsmenn í sumar en þeir eru nú báðir í öðrum verkefnum eins og er svo hún hefur í mörg horn að líta.

„Ég er að vinna í að koma upp vefbúð en hef ekki haft tíma.“

Lóa er fjölhæf og hefur alltaf nóg fyrir stafni.

„Þetta átti að vera árið sem ég ætlaði að vinna minna og móta mér mannbætandi stefnu.“

En eitt er víst að list Lóu bætir og kætir okkur hin og nú er von á fyrstu skáldsögu eftir hana sem hún bæði skrifar og myndskreytir.

„Bókin heitir Grísafjörður og kemur út í nóvember. Grísafjörður er skáldsaga fyrir börn, full af gríni en ekki beinlínis brandarabók. Hún fjallar um vináttu, hugmyndaflug og það hvað heimurinn er áhugaverður.“ Bókin hentar krökkum á aldrinum 7-11 ára. Það er Salka sem gefur út.

10 ár eru síðan Lóa kom sér fyrir á vinnustofu sinni á Hafnarstræti. Í byrjun deildi hún rýminu með fleirum en þegar hún endaði ein ákvað hún að breiða úr sér og hluti af rýminu varð að búð. En vegna Covid er lokað núna.

„Það eru eiginlega bara konur á aldrinum 30 – 60 ára sem versla við mig. Ef það kemur fólk undir tvítugt verð ég alltaf jafn hissa því við deilum ekki sama stað á internetinu svo ég skil ekki hvernig þau finna mig,“ segir hún og hlær sínum dillandi hlátri.

Þeir sem vilja komast yfir góss eftir Lóu geta fundið það undir nafninu Lóaboratoríum á Facebook og Instagram.

„Fólk pantar bara það sem það sér á síðunum mínum í gegnum skilaboð eða tölvupóst og af því að allt er skrýtið núna er bara sótt í andyrið á vinnustofunni minni í Hafnarstræti sem annars er opin fyrir gesti og gangandi.“

Þetta er kjörin leið til að eignast listaverk eftir einn vinsælasta listamann landsins. Aðgengileg list á góðu verði.

,,Ég hef reynt að láta hluti kosta í takt við það sem ég hef efni á sjálf.”

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...