Ungur maður fannst látinn í söfnunargámi í Kópavogi í nótt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Karlmaður fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins í Kópavogi í nótt. Vísir fullyrðir þetta.

Maðurinn er talinn hafa farið inn í gáminn og fest sig þar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var maðurinn um þrítugt. Hann fannst í vesturbæ Kópavogs um klukkan átta að morgni.

Lögreglan rannsakar málið en það er ekki talið saknæmt. Að öðru leyti er lítið vitað um málið.

Söfnunargámur Rauða krossins.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira