Manndráp oftast framin af vini eða ættingja

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

 „Manndrápsmál eru að öllu jöfnu ástríðutengd. Þetta eru þau mál sem snerta okkur dýpst,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fregnir bárust í vikunni af manndrápsmáli á Spáni þar sem Íslendingar eiga í hlut. Guðmundur Freyr Magnússon, sem hefur á bakinu langan afbrotaferil á Íslandi, er í haldi vegna andláts Sverris Arnar Olsen um síðustu helgi. Sverrir var sambýlismaður móður Guðmundar og því stjúpfaðir hans.

 

Mannlíf rifjar í dag upp átta manndrápsmál sem upp hafa komið allra síðustu ár, eða frá árinu 2016. Til viðbótar er fjallað um eitt mál þar sem gerandinn var dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða þolandans.

Gerandi oft vinur eða fjölskyldumeðlimur

Helgi bendir á að í flestum tilvikunum, eins og jafnan í manndrápsmálum, hafi gerandi og þolandi átt í nánu vina- eða fjölskyldusambandi. Oft sé um fjölskylduharmleik að ræða.

„Fjölskyldutengsl eiga við í um helming manndrápsmála erlendis,“ útskýrir Helgi og bætir við að hlutfallið sé áþekkt á Íslandi; gerandi og þolandi séu tengdir fjölskylduböndum í um helmingi tilvika.

Málið sem kom upp á Spáni um síðustu helgi er annað manndrápsmálið í röð þar sem Íslendingur er grunaður um að verða öðrum Íslendingi að bana á erlendri grundu. Gunnar Jóhann Gunnarsson situr í varðhaldi í Noregi, grunaður um að hafa drepið hálfbróður sinn seint í apríl í fyrra. Búist er við að málið fari fyrir dóm í Noregi í febrúar.

Noregsmálið er ekki eina nýlega dæmið um að maður verði bróður sínum að bana en þess má geta að Gunnar hefur játað að hafa valdið dauða bróður síns. Hann hefur þó fullyrt að um óhapp hafi verið að ræða.

Skemmst er að minnast málsins sem upp kom á Gýgjarhóli í Árnessýslu vorið 2018. Þá myrti Valur Lýðsson Ragnar bróður hans eftir að þeir höfðu setið að drykkju á heimili Ragnars. Fyrir það var hann dæmdur til 14 ára fangelsisvistar í Landsrétti í fyrra.

Annað mál, þar sem nánir fjölskyldumeðlimir áttu í hlut, kom upp á Akranesi vorið 2016, en talið er að eiginmaður hafi þar drepið eiginkonu sína áður en hann svipti sig lífi.

Lesa Mannlíf

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira