Margrét minnir á að lífið er stutt: „Pabbi minn var góður maður“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, syrgir föður sinn á Twitter og minnir í leiðinni á að lífið sé stutt. Faðir Margrétar bjó í Svíþjóð og þegar hann var greindur með krabbamein hugðist hún heimsækja hann. Henni tókst það ekki þar sem nokkrum dögum síðar var hann látinn.

„Fyrir um 6 vikum síðan hringdi pabbi í mig frá Svíþjóð. Mér fannst hann óþægilega óskýr, blandaði sænsku og íslensku, þannig að ég sagði honum að ég gæti ekki talað, að ég myndi hringja þegar ég væri búin að vinna. Ég gleymdi að hringja til baka,“ skrifar Margrét.

Frænka hennar hafði svo samband stuttu síðar. „Fyrir um þremur vikum hringdi systir hans í mig og sagði mér að hann hefði greinst með krabbamein í brisi. Ég hringdi nokkrum sinnum en hann svaraði ekki, enda mjög lasinn. Pabbi hringdi svo á fimmtudag fyrir rúmri viku og ég sagði honum að ég ætlaði að finna flug út, en að það þyrfti að vera eftir helgi. Hann varð glaður að vita að ég var að koma. Ég var enn ekki búin að panta flug út þegar systir hans hringdi í mig á mánud. og sagði mér að hann væri dáinn. Pabbi minn var góður maður sem barðist við geðklofa alla sína fullorðinsævi,“ segir Margrét og bætir við að lokum:

„Hann kom vel fram við alla. Ég mun sakna hans. Veit ekki alveg af hverju ég er að tísta þessu. Kannski til að minna mig og aðra á að lífið er stutt.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira