Matarinnkaupin á netinu: Krónan ódýrust

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Margir velta því fyrir sér hvaða afleiðingar Covid-19 faraldurinn mun hafa til framtíðar. Verslun á netinu hefur rokið upp í faraldrinum og ljóst er að hjá mögum verður ekki aftursnúið. Neytendavakt Mannlífs skoðaði þrjár matvöruverslanir sem bjóða líka upp á netverslun. Forsvarsmenn verslananna hafa allir talað um að netsala hafi aukist um tugi prósenta frá því að faraldurinn skall á.

Krónan býður upp á afar notendavænt app og er eina verslunin sem gerir það. Í appinu er hægt að elta „ódýrt“ merkið og finna vörur á lægra verði. Krónan býður upp á fría heimsendingu þegar verslað er fyrir meira en 15.000.- kr. Annars kostar heimsending 1.490.- kr. Boðið er upp á snertilausa afhendingu. Bílstjóri hringir bjöllunni, leggur vörurnar niður við hurð og fer í a.m.k 2 metra fjarlægð frá hurð við afhendingu. Hægt er að velja á milli fjögurra tímasetninga yfir daginn. Hólfin fyllast fljótt og því þarf að gera ráð fyrir því þegar pantað er hjá Krónunni að fá vörurnar ekki samdægurs.

Nettó var fyrsta matvöruverslunin til að bjóða upp á netverslun, árið 2017 og því komin ágætis reynsla hjá þeim. Nettó er eina verslunin sem býður upp á hraðsendingu. Það kostar 1.490.- kr að fá heimsent á 90 mínútum. Ef þú fyrirframpantar fyrir meira en 15.000.- kr færðu fría heimsendingu. Ekki fór mikið fyrir tilboðum þegar neytendavaktinn vafraði um, einungis tílboð á sítrónum og lime. Úrvalið virðist gott og vefurinn neytendavænn. Auðvelt að er finna lífrænt vottaðar vörur sem er eitthvað sem Krónan og Hagkaup mættu bæta úr.

Hagkaup Netverslunin var opnuð í apríl síðastliðnum og hafa forsvarsmenn Hagkaupa sagst ætla að leggja áherslu á helstu nauðsynjar til heimilisins til að byrja með. Pósturinn sér um að afhenda pantanir til þeirra sem vilja fá sent heim, þeir sem vilja sækja geta gert það í Hagkaup Smáralind. Opnað verður fyrir netverslun á Akureyri innan skamms. Hagkaup leggur 490 króna til­tektar­gjald á pöntunina og heimsending kostar 1.490.- krónur óháð heildarkostaði.

Kostir þess að versla á netinu:

  • Gefur þér næði til að velta verðinu betur fyrir þér.
  • Minni hætta á að kaupa eitthvað sem er þegar til.
  • Minni hætta á að kaupa óþarfa.
  • Hægt að fylgjast betur með tilboðum.
  • Sleppur við að bíða í röð.
  • Sleppur við að gera þér ferð í búðina og sparar þannig tíma.
  • Öruggara í ljósi COVID-19 þar sem ótrúlega margir virða ekki 2 metra regluna í verslunum.

Gallar þess að versla á netinu: 

  • Ekki jafn gott úrval.
  • Vesen ef varan er ekki til.

Hvaða verslun er ódýrust?

Neytendavakt Mannlífs bar saman nokkrar algengar vörur og kemur í ljós að Krónan býður lang oftast best:

Mjólk, 1 lítri nýmjólk

Krónan – 167 kr.
Nettó – 169 kr.
Hagkaup – 176 kr.

Smjörvi

Krónan – 560 kr.

Nettó – 574 kr.
Hagkaup – 599 kr.

Myllan, heimilisbrauð heilt

Krónan – 445 kr.
Nettó – 446 kr.
Hagkaup – 479 kr.

MS góðostur, 460 gr.

Krónan – 862 kr.
Nettó – 929 kr.
Hagkaup – 929 kr.

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira