„Mín fyrstu viðbrögð þegar konan mín veiktist höfðu verið að þetta skyldi enginn fá að vita“ |

„Mín fyrstu viðbrögð þegar konan mín veiktist höfðu verið að þetta skyldi enginn fá að vita“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir allt tal um erjur innan Sjálfstæðisflokksins úr lausu lofti gripið, það sé eðlilegt að ræða mismunandi skoðanir innan flokks.

Lestu einnig: Vildi sjálfur losna við gömlu karlana

Hann skilji vel það unga fólk sem vilji losna við gömlu karlana úr pólitíkinni, hann hafi hugsað þannig sjálfur um tvítugt. Þeir gömlu viti hins vegar sínu viti.

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann meðal annars pólitíkina, veikindi og andlát eiginkonu sinnar og lífið á eftirlaunaaldri.

Styrmir er ekki áfjáður í að segja frá sínum persónulegu högum, en þegar ég spyr hvernig það hafi komið til og hvort það hafi ekki verið erfitt að gefa út bókina Ómunatíð, sem fjallar um geðsjúkdóm eiginkonu hans, Sigrúnar Finnbogadóttur, sem lést árið 2016, liðkast á honum málbeinið.

„Ég skrifaði hana vegna þess að konan mín fór að tala um það við mig einn veturinn að henni væri mikið í mun að dætrasynir okkar fjórir vissu eitthvað um veikindi ömmu sinnar. Þannig að þetta byrjaði sem tilraun til að skrifa einhvern texta bara fyrir þá fjóra. Þegar þetta fór að taka á sig mynd fórum við að tala um hvort það væri kannski ástæða til að gefa þetta út. Mér fannst ekkert erfitt að opinbera einkalíf mitt svona vegna þess að ég gerði mér grein fyrir því að það skipti mjög miklu máli að opna þessa umræðu. Ég hafði verið í miklum samskiptum við fólk í geðgeiranum áratugum saman og eins hafði farið að koma til mín fólk upp á Mogga upp úr 1990, bæði úr geðgeiranum og annars staðar frá, til að ræða hvernig væri hægt að koma af stað umræðu um geðveiki og aflétta skömminni sem henni fylgdi. Bókin kom út 2011 og þá fannst mér ekkert erfitt að tala um efni hennar en ég talaði í fyrsta sinn opinberlega um þetta á 90 ára afmæli Kleppspítalans 1997. Þá skrifaði ég ræðuna og konan mín og dætur lásu hana yfir og samþykktu en það kom mér mjög á óvart að þegar ég stóð í ræðustólnum á Kleppspítalanum fann ég að ég kom ekki upp nokkru orði. Það endaði samt með því að mér tókst að lesa textann, en ég hafði alls ekki átt von á því að það yrði svona erfitt. Mín fyrstu viðbrögð þegar konan mín veiktist höfðu verið að þetta skyldi enginn fá að vita. Það voru viðbrögð sem ég hafði lært sem strákur vegna þess að það var geðveiki í minni eigin ætt, en svo komst ég auðvitað fljótt að raun um það að þetta vissu allir.“

Lestu viðtalið við Styrmi í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Mynd / Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira