Mjólkurlítrinn dýrari en bensínlítrinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mjólk, rjómi, skyr og ostur hækkaði í verði um 4,28 prósent þann 1. júní. Smjör hækkaði þó enn meira eða um 12 prósent. Verðlagsnefnd búvara greinir frá að verðhækkunin sé tilkomin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Verðlagsnefnd búvara starfar samkvæmt ákvæðum búvörulaga og ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu.

Til samanburðar má geta þess að á meðan lítrinn af D-vítamínbættri léttmjólk kostar 199 krónur í Nettó kostar lítri af bensíni hjá Atlantsolíu við Sprengisand rúmar 183 krónur. Nú tók mjólkin fram úr bensíninu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Meiri skilaréttur ef keypt er á Netinu

Átt þú gjafabréf? Inneignarnótu? Ekki draga það að leysa góssið út!Samkvæmt upplýsingum á island.is er gildistími gjafabréfs og...