Neytendastofa bannar villandi auglýsingu um húðvöru

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytendastofa hefur bannað auglýsingar frá fyrirtækinu Törutrix ehf. þar sem fullyrt er meðal annars að húðvaran Golden Goddess andlits serum „vinni gegn bólum, roða, þrota og óþægindum í húð“. Einnig er fullyrt að húðvaran minnki dökka bletti í húð og dragi úr „hrukkulínum.“

Neytendastofu barst ábending í haust vegna fullyrðinga fyrirtækisins Törutrix ehf. um virkni húðvöru á þeirra vegum. Um var að ræða fullyrðingar í auglýsingum á vörunni Golden Goddess andlits serum.

Í auglýsingum á samfélagsmiðlum var húðvaran látin hljóma sem undrakrem með fullyrðingu sem hljómar svona: „Fullt af góðum náttúrulegum efnum. Gefur húðinni raka og næringu. Vinnur gegn bólum, roða, þrota og óþægindum í húð. Heldur húðinni ferskri, minnkar fínar hrukkulínur og styrkir húðina. Hreinsandi eiginleikar, minnkar svitaholur og endurnýjar húðina. 24karata gullagnir sem gefur húðinni ljóma. Lagar roða. Minnkar dökka bletti í húð.“

Neytendastofa óskaði þá eftir að eigandi fyrirtækisins sýndi fram á að fullyrðingarnar væru réttar en fékk ekki svar. Eftir ítrekun barst Neytendastofu þá bréf frá Törutrix ehf. þar sem fram komu upplýsingar um öryggisatriði vörunnar frá framleiðanda í Kína. En það dugði ekki til og þóttu þær upplýsingar ekki sanna að fullyrðingarnar um virkni undrakremsins væru sannar

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar um að vöruna væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar. Þá bannaði Neytendastofa auglýsingu og fyrirtækinu var gert að fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda umrædda fullyrðingu af samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa hérna í heild sinni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar nú 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar framleiddar árin 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki...

Reebok Fitness braut lög í COVID-19 faraldrinum

Líkamsræktarstöðin Reebok Fitness braut lög þegar uppsagnarskilmálum notenda stöðvarinnar var breytt einhliða í COVID-19 kórónuveirufaraldrinum í vor.Kemur...