Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands á „svörtum lista“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

 

Fyrirtækin Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands hafa verið sett á „svartan lista“ eftir að hafa neytað að fara að úrskurði kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Þetta kemur fram í frétt á síðu Neytendasamtakanna.

Kærunefndin hefur birt tvo úrskurði þar sem nefndin úrskurðaði kaupendum í vil, en seljendur ætla ekki að verða við úrskurðum nefndarinnar. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hóf störf í janúar á þessu ári og hefur fellt á sjötta tug úrskurða.

Ormsson og Ferðaskrifstofa Íslands eru einu seljendurnir sem ætla sér ekki að una úrskurði nefndarinnar.

Ferðaskrifstofa Íslands hafnar því að endurgreiða neytanda 1.125.131 kr. ásamt vöxtum vegna pakkaferðar sem var afpöntuð.

Ormsson ehf. var gert að greiða neytanda 103.100 kr. vegna tjóns sem þvottavél frá þeim olli, en fyrirtækið hafnaði því.

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira