Örn Ingólfsson er maðurinn sem fannst látinn og enginn þekkti

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að nafni mannsins sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, á dögunum. Hann hét Örn Ingólfsson og var 83 ára.

Enginn hafði tilkynnt hvarf hans og virtist enginn sakna hans. Ekkert sak­næmt er talið hafa átt sér stað. Málið hefur vakið talsverða athygli því sjaldgæft er að enginn veiti því eftirtekt ef Íslendingur hverfur skyndilega.

Lík Arnar heitins fannst í rjóðri fyrir neðan Erluhóla og var talið hafa verið þar í nokkurn tíma. Ekki er fyllilega ljóst hvenær hann lést en ljóst er að það eru nokkrir mánuðir síðan.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þakkar kennslanefnd ríkislögreglustjóra fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins í tilkynningu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira