Össur segir Pétur með elliglöp og því auglýst símanúmerið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segist á Facebook ekki hafa undan því að svara í símann eftir að Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu gaf upp símanúmerið hans í beinni útsendingu. Samkvæmt Össuri gerði Pétur það í morgun.

„Ég er nú orðinn helsti tengill nýju stjórnarskrárinnar við almenning í landinu. Pétur á Útvarpi Sögu auglýsti í morgun símanúmer mitt sem tengil við söfnun undirskrifta. Ég er allsendis ótengdur hópnum kringum stjórnarskrána en styð hann heils hugar,“ skrifar Össur.

Hann segir að nú hringi fólk í hann jafnvel frá útlöndum. „Nú sit ég önnum kafinn við að taka niður nöfn fólks sem hringir jafnvel utan út heimi og vill nýja stjórnarskrá. Ekki veit ég hvort meistari Pétur gerði þetta af hrekkvísi eða elliglöpum en hallast að hinu síðara,“ segir Össur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira