Samherji afhendir dagbækur Jóhannesar uppljóstrara

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sam­herji hef­ur af­hent embætti héraðsak­sókn­ara dag­bæk­ur uppljóstrarans Jó­hann­es­ar Stefánssonar frá því að hann stýrði fé­lög­um Sam­herja í Namib­íu. Mogginn segir fá þessu í dag og vitnar í nýtt myndband Samherja þar sem skuldinni af meintum mútugreiðslum er enn skellt á millistjórnandann. Fram kemur að ekkert í dag­bók­ar­skrif­unum gefi til kynna að Jó­hann­es hafi fengið fyr­ir­mæli frá yfirstjórn Samherja um mútu­greiðslur eða aðra óeðli­lega viðskipta­hætti. Umræddar dag­bæk­ur munu hafa fund­ist á „drifi sem fannst“ við starfs­lok Jó­hann­es­ar árið 2016.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, viðurkennir mis­tök Sam­herja en segir að þau fel­ist í að að hafa ekki haft betra eft­ir­lit með rekstr­in­um í Namib­íu. Á ýmsu hefur gengið í ímyndarstríði samherja. Jón Óttar Ólafsson rannsakandi hefur unnið fyrir félagið og meðal annars áreitt og setið um Helga Seljan blaðamann Kveiks. Samherji hefur svarið af sér að hafa vitað af brotum Jóns Óttars. Þorbjörn Þórðarsson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og lögfræðingur, hefur einnig lagt hönd á plóg í þágu Samherja. Áherslan hefur verið sú að koma óorði á Helga Seljan og Jóhannes uppljóstrara. Í Namibíu sitja enn nokkrir í varðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá sjávarútvegsfyrirtækinu ..

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Samherjaspæjari hleraði starfsmann Seðlabankans

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og núverandi ráðgjafi Samherja, tók um samtal sitt við fyrrverandi starfsmann gjaldeyriseftirlits...