Skert niðurgreiðsla á aðgerðum fyrir fólk með skarð í vör vekur reiði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjölskyldur tveggja barna hyggja á málsókn gegn ríkinu vegna skertra niðurgreiðsla á nauðsynlegum aðgerðum sem fólk sem er með skarð í vör þarf að gangast undir.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir María Heimisdóttir, forstjóri sjúkratrygginga Íslands að „frávik af þessu tagi vaxi af barninu og því skipti máli að skoða umfang vandans og hefja upphafmeðferðar á réttum tíma í stað þess að byrja of snemma.“ „Greiðsluþátttaka byggir á því að vandamál sé til staðar sem fellur undir reglugerðina og að það sé tímabært að eiga við það vandamál. Því það er ekki alltaf rétt að grípa inn tafarlaust,“ segir María við Morgunblaðið.

Faðir stúlku á fyrsta aldursári sem er með skarð í gómi hefur tjáð sig um málið á Twitter. Hann er undrandi á svari Maríu í Morgunblaðinu.

Honum þykir málið skrýtið því sjúkratryggingar neiti fjölskyldunum um greiðsluþátttöku því þeim „þyki þetta ekki nógu alvarlegur galli“.  Þá bendir faðirinn á „að vera með heilan góm þykir sjálfsagt, því að hafa skarð í góm hamlar tali og hægir gífurlega á talþroska, fæðuinntöku og í sumum tilfellum veldur öndunarerfiðleikum“.

Þá greinir hann frá aðgerðum og aðstoð sem barnið hans hefur þurft að fá til að aðstoða við að „anda, nærast og styrkjast“.

Hann segir Maríu gera lítið úr fæðingargöllum barna með þá „staðreyndavillu“ að þetta lagist að sjálfu sér.

Í Speglinum á Rás 2 í dag kemur fram að fjölskyldurnar tvær sem hyggja á málsókn hafi staðið í áralangri baráttu við kerfið og þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi breytt reglugerð um málið í tvígang fá þessar fjölskyldur enn synjun á niðurgreiðslum á nauðsynlegum aðgerðum fyrir börn sín.

María sagði í samtali við Spegilinn að fagnefnd sjúkratrygginga taki afstöðu í málunum. „Það er þannig að eftir að reglugerðinni var breytt er sérstaklega tekið fram að það þurfi að fara fram mat hjá tannréttingarsérfræðingum við HÍ og að greiðsluþátttaka byggi á því.“ Fyrirliggjandi mat segi til um hvort aðgerðin sé tímabær og nauðsynleg. Ef matið liggur ekki fyrir taki sjúkratryggingar ekki til þessarar meðferðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira