Sorg í Hálsasveit vegna stórbruna: „Allir hér í dalnum nánir“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íbúar í Hálsasveit í Borgarfirði eru í áfalli eftir húsbruna á Augastöðum í gær þar sem nágranni þeirra fórst. Samkvæmt heimildum Mannlífs var bóndinn í smalamennsku þegar bruninn varð.

Kona lést í brunanum í gær. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Rannsókn málsins er á frumstigi. Lögreglan á Vesturlandi tilkynnti um andlátið í dag. Þar segir að húsið hafi verið alelda þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang.

Augastaðir eru um 8 kílómetra frá Reykholti í Borgarfirði. Húsafell er skammt austan við bæinn. Nágrannar eru í áfalli. Einar Guðni Jónsson, bóndi að Giljum, næsta bæ við Augastaði, er mjög brugðið vegna tíðindanna. Hann segir höggið mikið enda samgangur milli bæja með ágætum. „Þetta er indælis fólk og okkur nágrönnunum er að sjálfsögðu mjög brugðið,“ segir Einar.

Hrafnkell Kári Þorsteinsson, bóndi á Kollslæk í Hálsasveit, segir íbúum í sveitinni afar brugðið enda hafi hjónin á Augastöðum verið mjög virt í samfélaginu. Hugur hans er hjá aðstandendum. „Allir hér í dalnum eru nánir. Þau hjónin á Augastöðum eru miklir fjölskylduvinir og gott fólk. Það er ekkert nema gott af þeim að segja. Góð kona og góður maður, harðvinnandi fólk. Bæði eru þau vel virt og framúrskarandi einstaklingar í samfélaginu,“ segir Hrafnkell.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Páll Pétursson er látinn

Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins er látinn. Hann lést á Landspítalanum í gær. Hann var 83 ára....