Sorgardagur í Skagafirðinum: „Lagt af stað inn í Sumarlandið fagra“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mikil sorg ríkir meðal þeirra sauðfjárbónda sem urðu svo óheppnir að riða smitaði fé þeirra. Guttormur Hrafn Stefánsson lýsir þessu á átakalegan hátt í Facebook-hópi bænda. Ljóst er að lýsing hans snertir marga en samúðarkveðjurnar telja tugum ef ekki hundruðum.

Riðan greindist fyrir um mánuði síðan og snemma varð ljóst að það þurfti að lóga gífurlegum fjölda kinda. Guttormur segir sárt að sjá eftir hjörðinni en skrif hans sýna vel þau tilfinningatengsl sem myndast á milli bónda og hjarðar. Hann deilir myndinni hér fyrir ofan og skrifar:

„Kæru félagar og vinir. Þá er enn einn sorgardagurinn í Skagafirðinum að kvöldi kominn og hjörðin í Grænumýri hefur lagt af stað inn í Sumarlandið fagra. Margir hafa sent kveðjur, hringt og sýnt samhug og fyrir það vil ég þakka. Bestu kveðjur til ykkar allra. Ást og friður.“

Bændur deila sorg Guttorms en reyna þó að stappa í hann stálið. „Sorglegt, en vonandi birtir og ykkur auðnast að byrja aftur þó það sé kannski ekki efst í hugum ykkar núna,“ skrifar einn bóndi meðan annars segir: „Ég get ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta er, getur ekki verið annað en ömurlegt og sorglegt. Gangi ykkur sem allra best að takast á við þetta allt saman.“

 

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira